Ferill 72. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 72 . mál.


833. Breytingartillögur



við frv. til barnalaga.

Frá Svavari Gestssyni.



    Við 32. gr. 3. mgr. orðist svo:
                  Foreldrar skulu að jafnaði semja svo um að forsjá barns verði hjá öðru foreldrinu. Náist ekki samkomulag um forsjá barnsins sker dómstóll úr ágreiningsmálinu, sbr. 4. mgr. 33. gr. og 1. mgr. 34. gr.
    Við 33. gr.
         
    
    1. mgr. falli brott.
         
    
    Orðin „eða að samningur um sameiginlega forsjá falli niður og forsjá verði í höndum annars foreldris“ í 2. mgr. falli brott.
         
    
    Síðari málsliður 3. mgr. falli brott.